KYNNING:
ÁFANGI LHÍ
Haustið 2021 þegar ég byrjaði í Listaháskólanum þá fengum við verkefni að endurgera plakat eftir hönnuð. Ég fékk hönnuðinn Fumio Tachibana og ákvað ég að útskýra ferlið á bakvið hvernig Fumio hannaði upprunalega plakatið. Hann notaði úrklippur úr tímaritum og dagblöðum til að búa til týpógrafískt plakat. Ég nýtti mér það snið og fann allskyns úrklippur og bjó til stuttan texta úr þeim úrklippum. Eftir það ljósritaði ég plakatið 3 til að fá upplitaða áferð á plakatið 

Seinna plakatið er innblásið af verkum eftir William Morris. William er enskur textílhönnuður og dró ég innblástur frá verkum hans. Ég ákvað að nota skrautskrifta / decorative letur til að búa til blóma borðan sem er í hringum innri part af plakatinu en það stendur í þessu blómaletri “there is a white boarder around” endurtekið nokkrum sinnum til að mynda heilan ramma í kringum plakatið en svo í steinskrifta letri á ytri part á plakatinu stendur “Thin white boarder”. Plakatið er mjög einfalt í útliti og  minnir mig smá á teppi.