UTOPIAÚtópia var áfangi í LHÍ sem snerist um að búa til áróðursplaköt um málefni sem skipta okkur máli. Ég ákvað að fjalla um byrlanir því það er eitthvað sem á sér oft stað á skemmtistöðum. Mig langaði að það væri einfalt í útliti og væri skref fyrir skref hvernig væri hægt að forðast byrlun. Skilaboðin eru skýr, einfaldlega ekki byrla fólki. Markmiðið var að setja alla skömm á aðila sem byrla öðrum. Það eru þrjú skref sem koma til greina á plakatinu mínu. Númer eitt er ekki byrla, númer tvö er ekki byrla og svo númer þrjú er ekki byrla. Verkið er gert með prentaðferðinni silkiþrykk.