SIGMAR MEР
PERLUNA
Sigmar með perluna er verkefni sem ég byrjaði á í Lýðháskóla í Danmörku sem ber nafnið Den Skandinaviske Design Højskole. 
Í  þeim áfanga var ég að læra teppagerð og vildi ég búa til teppi út frá teikningu sem ég hef gert sem ber nafnið Sigmar með perluna. 
Ég hef nýtt mér þessa teikningu í margt svo sem silkiþrykk og jólakort sem vakti mikla lukku 
og seldist upp á 10 mínútum. Mér þykir mjög vænt um þessa teikningu því þetta er teikning sem vakti áhuga minn á grafískri hönnun og sýndi mér hvað er hægt að nýta eina teikningu í margt.